Slökkvistarf gróðureldanna við Litla-Hrút gosstöðvarnar virkar eins og hálf tilgangslaust

Nú er ég ábyggilega að skrifa af dálítið mikilli vanþekkingu um gróðureldanna við gosstöðvarnar við Litla-Hrút, en ég hef verið að furða mig á því af hverju það sé verið að slökkva þá.

Ég hef reyndar ekki verið að fylgjast neitt með þessu,heldur einungis lesið fyrirsagnir frétta um þetta og fundist nóg um að verið sé að leggja svo mikla vinnu í þetta.

Ég hef reyndar heldur ekki kynnt mér aðstæður þarna.

En í allri minni fákænsku þá hefði mér þótt dálítið tilgangsleysi að vera að slökkva gróðurelda þarna sem hafa orsakast af eldgosi.

En eins og ég tók fram þá segi þetta af dálítið mikilli vanþekkingu.

En ef hinsvegar það skipti máli að slökkva þá, sem er líklega tilfellið, þá ætti að gera það á þann hátt að mannafl sé ekki látið púla við það. Og það þýðir að það þurfi að beita sérstökum aðferðum sem hefðu verið nógu stórvirkar og skilvirkar.

En mér dettur þó ekki í hug að það yrði gert með flugvélum eða þyrlum, af því mér hefur alltaf fundist það tilgangslaust. Nema þá ef til vill að efnum væri sturtað yfir gróðurlendi svo gróðureldar gætu ekki kviknað þar og þannig stöðvað framrás þeirra.

En þetta yrði líklega hálf tilgangslaust þegar gróðureldarnir væru af völdum eldgos sem framleiðir sí íkveikjandi elda á þurru gróðurlendi og það við vindasamar aðstæður eins og mjög algengt er á landinu og því hefði þurft að beita allt öðrum ráðum sem hefðu þurft að vera stórvirkar og miklu skilvirkari.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband