Tímabært að breyta reglum um sölu áfengis og gera ríflegar tilslakanir með aðra vímugjafa

Hvað megi og megi ekki.

Hvaða vímugjafa megi leyfa sölu á og hverja ekki.

Hversu mörg grömm eða magn megi selja í einu og hversu oft.

Á hvaða dögum eigi ekki að selja það í verslunum ríkisins.

Og hversu lengi yfir daginn eigi að vera opið fyrir sölu á vímugjöfunum, og hvaða verslanir eigi að hafa styttri opnunnartíma

Í hvaða verslunum eigi ekki að pakka því inn og gera tilbúið til notkunnar út á gangstétt.

Einhvern veginn á þessa leið gæti maður hugsað sér hvernig ný löggjöf ætti að fara að snúast meir um heldur en áfengissölu, því áfengislöggjöfin er orðin barns síns tíma og það er löngu orðið tímabært að endurskoða hana.

Áfengi getur verið böl en löggjöfin getur verið óþarflega aðhaldssöm þegar hún er jafnvel ekki lengur að sinna hlutverki sínu eins og áður að því aðstæður hafi breyst.

Breytingin getur að sjálfsögðu snúist um meira en það að söluaðilar hafi nýtt sér smugu og þannig opnað meira svigrúm sem fari enn meir breikkandi.

Áfengið er til að mynda ekki eins útbreitt böl og það var, og hafi jafnvel orðið á því umtalsverð breyting síðustu áratugi, og er ekki eingöngu hægt að rekja til bjórsölu leyfisins.

Almenn vesæld er til að mynda miklu minni en áður og því minni almennur hvati til mikillar drykkju. Almenn vitneskja um heilsufars og félagsleg áhrif drykkju er ennfremur eflaust miklu meiri. Útbreiðsla annarra vímugjafa er orðin miklu meiri og hefur komið að stórum hluta þess í stað. Þar að auki hefur þjóðfélagið tekið öðrum breytingum en upptalin hafi verið hér og hafi haft áhrif á áfengisdrykkju.

Hafa verður líka í huga hverja er verið að vernda og tálma. Hversu mikið hlutfall af íbúafjöldanum séu til að mynda fjölskyldur eða einstæðingar. Einstæðingurinn getur ekki farið í ríkið að kaupa sér snaps af því sunnudagurinn eða einhver hátíðisdagur eins og þjóðhátíðardagurinn er ætlaður sem fjölskyldudagur og því sé lokað fyrir áfengissölu hjá ríkinu meðan þetta hafi verið gamaldags regla frá erfiðari tímabilum og hefð hafi myndast í kringum.

Eins og byrjað var á að gefa til kynna í þessari færslu þá mætti fara að beina spjótum meir að öðrum vímugjöfum en áfengi, og þá mætti athuga með tilslakanir á dreifingu þeirra og sölu. En þá yrði það vísast ávísun á samskonar umdeildar tálmanir og tíðkast hefur með áfengissölu og hafa orðið meir eða minna tilgangslausar og þreytandi með tímanum.

Það væri því líklega ákjósanlegast að slaka verulega á með dreifingu og sölu annarra vímugjafa en áfengis, og sýna almenningi meira traust og virðingu í stað þess að slá á fingur þeirra og leggja tálmanir í veg þeirra í þessum efnum.

Það sem skiptir máli hérna líka er að ríkið sé ekki að ala upp manneskjur sem leiðist út í óvana sem ríkið geti síðan ekki borið ábyrgð á og neyti allra bragða við að stemma stigum við að mestu leyti eigins sjálfsskapaða vítis.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband