Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
17.7.2023 | 11:42
Ætti að vera nóg pláss fyrir skemmtiferðaskipin
Það vantar talsvert upp á það að fjöldi ferðamanna geti staðið undir væntingum ferðamannaiðnaðarins og því sé eflaust heppilegast að ferðamenn komi hér líka á skemmtiferðaskipum til að nýta betur plássið.
Það væri til að mynda hægt að hafa þau liggjandi við akkeri í firðum og flóum og þjónusta þau þar eins og í faxaflóanum við reykjavík í stað þess að hafa þau alltaf liggjandi við landfestar og taka óþarfa pláss þegar þeim hefði farið að fjölga enn meir.
Þannig væri hægt að fjölga verulega komum skemmtiferðaskipa til landsins og ná með því betri nýtingu og hagkvæmni ferðamanna aðstöðunnar.
Mengun vegna skemmtiferðaskipa níunda mest á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.6.2023 | 20:19
Að vera íslendingur hefur enga þýðingu lengur
Mér finnst að allir á landinu verði að njóta þess sem landið hafi upp á bjóða.
Og fólk sem hafi hingað til kallast íslendingar eigi ekki að njóta neinna umframréttinda. Þeir séu einfaldlega sveitingjar, borgarar, aðall eða hástétt, allt eftir þeirri stétt sem það tilheyri, en ekki íslendingar.
Ég er kannski aumingi og fábjáni, og það sé hægt taka frá mér vitið, en það er ekki hægt að taka frá mér réttlætisástina og rétta hjartalagið frá mér fábjánanum.
Komi einhver flottamaður yfir hafið sleikjandi um munn sér, skal honum veitt hæli, og þeim sem fyrir er veitt einhliða útganga frá samastað sínum.
Það er dálítið sólskin í dag, en samt kallt, en þó ekki of kallt fyrir belgískar vöflur með krembulli og bolla með café sulli úti í skjóli í 101.
17.6.2023 | 21:22
Tímabært að breyta reglum um sölu áfengis og gera ríflegar tilslakanir með aðra vímugjafa
Hvað megi og megi ekki.
Hvaða vímugjafa megi leyfa sölu á og hverja ekki.
Hversu mörg grömm eða magn megi selja í einu og hversu oft.
Á hvaða dögum eigi ekki að selja það í verslunum ríkisins.
Og hversu lengi yfir daginn eigi að vera opið fyrir sölu á vímugjöfunum, og hvaða verslanir eigi að hafa styttri opnunnartíma
Í hvaða verslunum eigi ekki að pakka því inn og gera tilbúið til notkunnar út á gangstétt.
Einhvern veginn á þessa leið gæti maður hugsað sér hvernig ný löggjöf ætti að fara að snúast meir um heldur en áfengissölu, því áfengislöggjöfin er orðin barns síns tíma og það er löngu orðið tímabært að endurskoða hana.
Áfengi getur verið böl en löggjöfin getur verið óþarflega aðhaldssöm þegar hún er jafnvel ekki lengur að sinna hlutverki sínu eins og áður að því aðstæður hafi breyst.
Breytingin getur að sjálfsögðu snúist um meira en það að söluaðilar hafi nýtt sér smugu og þannig opnað meira svigrúm sem fari enn meir breikkandi.
Áfengið er til að mynda ekki eins útbreitt böl og það var, og hafi jafnvel orðið á því umtalsverð breyting síðustu áratugi, og er ekki eingöngu hægt að rekja til bjórsölu leyfisins.
Almenn vesæld er til að mynda miklu minni en áður og því minni almennur hvati til mikillar drykkju. Almenn vitneskja um heilsufars og félagsleg áhrif drykkju er ennfremur eflaust miklu meiri. Útbreiðsla annarra vímugjafa er orðin miklu meiri og hefur komið að stórum hluta þess í stað. Þar að auki hefur þjóðfélagið tekið öðrum breytingum en upptalin hafi verið hér og hafi haft áhrif á áfengisdrykkju.
Hafa verður líka í huga hverja er verið að vernda og tálma. Hversu mikið hlutfall af íbúafjöldanum séu til að mynda fjölskyldur eða einstæðingar. Einstæðingurinn getur ekki farið í ríkið að kaupa sér snaps af því sunnudagurinn eða einhver hátíðisdagur eins og þjóðhátíðardagurinn er ætlaður sem fjölskyldudagur og því sé lokað fyrir áfengissölu hjá ríkinu meðan þetta hafi verið gamaldags regla frá erfiðari tímabilum og hefð hafi myndast í kringum.
Eins og byrjað var á að gefa til kynna í þessari færslu þá mætti fara að beina spjótum meir að öðrum vímugjöfum en áfengi, og þá mætti athuga með tilslakanir á dreifingu þeirra og sölu. En þá yrði það vísast ávísun á samskonar umdeildar tálmanir og tíðkast hefur með áfengissölu og hafa orðið meir eða minna tilgangslausar og þreytandi með tímanum.
Það væri því líklega ákjósanlegast að slaka verulega á með dreifingu og sölu annarra vímugjafa en áfengis, og sýna almenningi meira traust og virðingu í stað þess að slá á fingur þeirra og leggja tálmanir í veg þeirra í þessum efnum.
Það sem skiptir máli hérna líka er að ríkið sé ekki að ala upp manneskjur sem leiðist út í óvana sem ríkið geti síðan ekki borið ábyrgð á og neyti allra bragða við að stemma stigum við að mestu leyti eigins sjálfsskapaða vítis.
16.6.2023 | 20:21
Þjóðhátíð íslendinga framundan og arkið því út í skrúð og blæstri
Þetta er nú búinn að vera meiri dagurinn. Búinn að vera með dálitla flösu sem fellur niður framan á jakkann, og ætli maður verði þá ekki að fara taka á sig smekkinn enn eina ferðina ef maður ætlar að halda áfram grufli sínu yfir gengi liðsmanna sinna í dag.
Þetta er annars búinn að vera góður dagur, og ekki er það nú verra að 17. Júní er á morgunn, en þá fögnum við íslendingar þjóðhátíð okkar, ef einhverjir skyldu hafa gleymt því, en slíka merkisdaga vill fólk oft gleyma í allri við blasandi velsæld þjóðarinnar, og annarra landsmanna.
Þarf að sýna deginum meiri virðingu og gera úr honum eitthvað skemmtilegt til hátíðabrigða, eins og að klæða sig upp og fara í skrúðgöngu og er það nú bara algjör skylda hvers íslendings.
Góða veðrið verður eflaust eins og venjulega í höfuðstað landsins en aldrei að vita hversu mikið sólskin verði, en þá mætti alveg vona það besta og hugsa jákvætt í von um meiri sól.
En í tilefni þjóðhátíðarinnar þá mætti staldra lítillega við og hugsa okkar gang, þjóðarinnar, og er þetta mikilvægt og allt að heilagt moment, hvað við séum heppin að eiga svo farsælt samfélag þar sem hlutirnir ganga svo vel að þjóðirnar líti hingað upp til norðurs af hrifningu, og í þeirri von að geta fengið hlutdeild í farsæld okkar.
Við eigum að opna faðm okkar og sýna fram á það sem þjóðin stendur fyrir og er heiðskír og blankur himinn, sektarlaus sál og blóð inn að beini.
Manni vöknar alveg um augun af tilhugsuninni, því vitund þessi sker alveg í sálu manns og ber mann nær ofurliði.
Ísland er friðelskandi þjóð, herlaus og vanmáttug eins og lamb, en fjörleg þó og ærslafengin þegar tímamótum skal fagnað og flugeldum skotið á loft.
Þetta getur þjóðin og meira til ef svo ber undir, eins og úlfur í sauðargæru væri, já heilu farmana um himin bláa, já flugeldum skal sko skotið upp fyrir hæstbjóðanda.
Ísland skal sko verða tekin á beinið, ærslakollurinn minn, snoða skal þig því og rýja inn að skinni viðurstygðin þín.
Skammastu þín svo og far þú út að leika á ný með kjamma þína eina og önnur bein þar til mein þín verði heil og bein.
8.6.2023 | 14:47
Óskapleg mistök að fagna fjölgun útlendinga
Hæstvirtur þingmaður, lesist þingkona í sjálfstæðisflokkinum sem talaði í eldhúsdags umræðum um lága fæðingartíðni á landinu, og fólksfjölgun vegna innflytjenda, eins og þeir væru einhver bjargvættur til að halda uppi velsæld vegna lágrar fæðingartíðni, eru óviðeigandi og óhemju fávísleg ummæli.
Því í fyrsta lagi þá má rekja lága fæðingartíðni að mestu leyti til þess ástands sem hafi hlotist af fólksfjölguninni og eru innflytjendur sem þjóðfélagið getur einfaldlega ekki borið, og skapar því óöryggi hjá fólki við að sjá fyrir afkvæmum sínum.
Í öðru lagi leiðir þessi fólksfjölgun sem er ósjálfbær, til heldur meiri vesældar heldur en velsældar.
Í þriðja lagi er ekki velsæld á landinu, því velsæld finnst oft einungis hjá fólki sem þekkir vart neitt annað nema af afspurn.
Í fjórða lagi getur ekki ríkt velsæld jafnvel þó það hefði litið út fyrir að það gerði það, af því velsæld í þjóðfélögum eins og Íslandi er venjulega drifin áfram með lánum, og það byggir einungis undir falska og brothætta velsæld.
Þannig að ef það væri eitthvað sem mætti kalla velsæld á landinu þá væri hún drifin áfram af rányrkju á innflytjendum í þágu minnihlutans á landinu.
Kannski þurfi þjóðarátak í barnsfæðingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.5.2023 | 20:29
Þegar skammtímaleiguhúsnæði er auglýst til ótímabundinnar leigu
Hef verið að sjá undanfarið nokkuð mikið um auglýst leiguhúsnæði sem gæti hafa verið leigt áður til skammtíma. Og þá fer maður að leiða hugann að því af hverju það sé ekki leigt ennþá til skammtíma, og sé auk þess auglýst á þessum árstíma rétt fyrir sumarið.
Það eina sem ég veit er að það hafi allavega verið til umræðu að takmarka það hversu lengi megi leigja skammtímaíbúðir að mig minnir yfir tiltekið tímabil, og ef til vill hafi þetta þegar orðið að reglugerð og leigusalar séu þessvegna að auglýsa þær til leigu á venjulegum leigumarkaði meðan skammtímaleiga er ekki leyfileg.
Leigan á þessu nýlega auglýsta húsnæði er venjulega ótímabundin. Skilst að húsaleigulög segi til um að uppsagnafrestur sé þá 6 mánuðir, en 12 mánuðir ef leigutaki hafi leigt húsnæðið í eitt ár eða lengur.
Ef þetta hafa verið áður skammtímaleigu íbúðir eins og þær virðast hafa verið, og leigusalinn hafi verið knúinn til að hlýta nýrri reglugerð eins og áður var tekið fram, þá leikur þarna vafi á því hversu lengi eiginlega leigusalinn hefði viljað leigja húsnæðið á venjulegum leigumarkaði um leið og mögulegt hefði verið að byrja að leigja húsnæðið út til skammtíma á ný. Og þá hefði það getað þýtt að leigutaka hefði verið sagt upp leigunni eftir tiltölulega stuttan tíma.
Þetta auglýsta húsnæði er venjulega búið húsgögnum og jafnvel raftækjum eins og þvottavél, þannig að kosturinn við það væri sá að það yrði auðveldara að flytja úr húsnæðinu og því ekki eins örðugt og venjulega, og sérstaklega þegar leigutímabilið væri tiltölulega stutt, eins og ef það væri styttra en eitt ár.
En þá gæti fólk samt hafa verið með búslóð sína í geymslu á meðan og þyrfti þá að sækja hana í staðinn þegar flutt væri í annað húsnæði. En þetta biði þó ennþá upp á visst svigrúm til að gera eitthvað annað í staðinn, eins og að ferðast eða flytja aftur í leiguhúsnæði búið húsgögnum.
En búslóðageymsla er dýr og ekki praktísk í lengri tíma.
Svo mætti velta fyrir sér hvort svona húsnæðis leigufyrirkomulag sé vísir að nýju þjóðfélags skipulagi þar sem fólk verði eignaminna. Leigi húsnæði í stað þess að eiga það, og flest húsgögnin fylgi leigunni. Satt best að segja þá finnst mér það ekki fjarri lagi miðað við ástandið á húsnæðismarkaðnum, nánast eins og það væri verið að rýja fólk inn að skinni og setja það eins á jötu, eða enn meir á jötuna, eins og sauðir væru.
Ef þetta er rétt þá mætti ennfremur íhuga hvað þetta feli eiginlega í sér.
20.5.2023 | 23:56
Niðurdrepandi umhverfisverndarsjónarmið
Kom niður á frétt á veffréttamiðli RÚV um daginn um mosastæður nokkrar sem höfðu verið færðar að Hörpu að mér skilst í tilefni leiðtogafundars Evrópuráðsins. Það sem vakti enn meir athygli mína við lestur fréttarinnar var eftirfarandi:
Engum mosa úr náttúru Íslands var fórnað í mosastæðurnar sem skreyttu ganga og svið Hörpu, heldur var hann ræktaður í gróðurhúsum.
Mosinn úr Hörpu verður áfram þar
Þó maður hafi hneykslast á þessu við lestur fréttarinnar og ætlað að grípa strax til pennans, þá fannst mér við nánari umhugsun meira við hæfi að koma með smá hugleiðingu við tilefnið frekar en hvöss orð, því mér fannst að það ætti það meir skilið.
Það sem mér er efst í huga við tilefnið og er meginmálið í þessum hugleiðingum, er það að umhverfisverndarstefna þjóðfélaga eins og Íslands sé arfavitlaus, og hún sé það fyrir margra hluta sakir, en einna helst fyrir það að hafa seinkað eðlilegum vexti og framrás þessara þjóðfélaga, og það komi í ofanálag við það að þau hafi lagt niður að mestu leyti verðmæta skapandi framleiðslu sína og það hafi átt mikinn þátt í því að grafa undan sjálfbærni þeirra.
Svo koma fleiri mikilvæg atriði við þessa umhverfisverndarstefnu sem eru þessum þjóðfélögum síst til framdráttar, og það er þegar stefnan hafi ekki einungis seinkað eðlilegum vexti þeirra og framrás, heldur líka þegar önnur þjóðfélög eru þeim langt í frá samstíga og halda dampi sínum á meðan og jafnvel auki á hann, enda eru þau mörg hver orðin að framleiðslusvæðum þessara þjóðfélaga þar sem umhverfisverndarstefnan fari um tröllríðandi. Framleiðslulöndin fá semsagt með þessu nær óhindrað að maka krókinn og það í tvennum skilningi, meðan hin, umhverfisverndar veimiltíturnar og væluskjóður eins og Ísland hrekjist meir og meir eða hríslist út í móa.
Umhverfisverndarstefnan hefur líka gengið út í aðrar öfgar með þeim hætti að þjóðfélögin verði eins og undirgefin náttúrunni, og umhverfisverndarsjónarmið taki með því af þeim völdin og færi yfir á umhverfi þeirra þess í stað. En þetta á að vera vaxta vettvangur mannanna sem þeim er eins og orðið ætlað að dýrka af lotningu í stað vits og handarmáttars.
Náttúran getur síðan verið miskunnarlaus við sitt eigið. Mosinn jafnvel orðið eldi að bráð, meðan mennirnir fyllist sektarkend við að færa mosa til og nota sem skraut. Og þá er þetta farið að verða að trúarbrögðum. En þetta verður allt hvort sem er eldi að bráð og því er best að dýrka náttúruna með viti meðan tími gefst.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.5.2023 | 17:36
Flóttamannabúðir væri réttnefni og ætti að vera eina úrræðið fyrir móttöku flóttamanna
Manni kemur til hugar að það sé greinilega verið að reyna að forðast að kalla hlutina sínu rétta nafni, og er eflaust gert til að draga úr óæskilegum tengingum sem loða við heitið flóttamannabúðir, og því sé notað orðið Skjólgarðar. En það fer einhvern heldur ekki vel og hljómar því eins og þetta væri tilbúið skjól fyrir húsdýr. Og hvort væri þá meira við hæfi, heitið flóttamannabúðir eða skjólgarðar?
Flóttamannabúðir er í rauninni réttnefni og slíkt fyrirkomulag ætti að vera eina úrræðið við móttöku flóttamanna í öllum þjóðfélögum í heiminum í stað þess að dreifa þeim á búsetuúrræði eins og íbúðir, herbergi eða byggingar á fjölmörgum stöðum sem hafa verið gerðar búsetuhæfar en hefðu annars ekki verið lengur nýttar.
Þegar síðarnefnda fyrirkomulagið er notað, og er núverandi fyrirkomulag, þá er það mjög hallærislegt, og sýnir fram á úrræðaleysi þegar kemur að móttöku flóttamanna, og ennfremur einfeldnislega og reynslulitla tilburði yfirvalda í þessum efnum.
Til að bæta gráu ofan á svart þá leggst á samfélagið álag sem það getur ekki borið og á ekki að þurfa að bera, en það íslenska, eða íbúum landsins hefur samt verið gert að bera með óskaplegum vandamálum í kjölfarið sem eru ekkert nema félagslegar hamfarir, og það einungis vegna einfeldnislegra tilburða yfirvalda við að taka á móti flóttafólki sem í ofanálag eiga ekki skilið slíkar móttökur af hvorki þjóðinni né öðrum íbúum landsins.
Gera þarf því það sem er það eina rétta og koma flóttafólki fyrir í FLÓTTAMANNABÚÐUM sem ættu að vera TJALDBÚÐIR en GÁMAEININGAR fyrir flóttafólk sem hefur sannarlega fengið slíka stöðu og meðan verið er að fylgja þeim eftir.
Ekkert annað en flóttamannabúðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.4.2023 | 21:12
Utlending vandamal a island
Einhverjir sem kannast ekki við sig a island og tel sig vera utlending i eigin landi.
Eg segi ther frett my friend, thetta er vegna EES. Heimurinn hefur bregst og er orðin althroðlegur.
Taktu thetta bara opin ormum og vertu nice a opnum landamerum.
3.4.2023 | 23:32
Heimilisleysi fer stöðugt meir áberandi
Það er mikið af áberandi heimilislausu fólki á ferðinni og þeim fer ört fjölgandi.
Það var hægt að sjá þetta fyrir mjög auðveldlega í vetur og þess vegna kemur mér þetta ekki á óvart. Þetta hefur hinsvegar verið falið eða vanmetið vandamál og hefur því verið langt í frá eins áberandi og tilefnið hefði annars átt að gefa til kynna. En það ætti eftir að koma meir og meir í ljós eftir því sem tímabundnum úrræðum heimilislaus fólks fari fækkandi og heimilisleysi þeirra ágerist.
Það sem muni mjög líklega gerast er að meðan heimilislausum muni fara fjölgandi, þá muni fjölgunin líka koma í bylgjum rétt fyrir hver mánaðarmót, og er mjög líklega hægt að sjá fram á það næsta árið að öllu óbreyttu og líklega næstu árin.
Áberandi heimilislausum muni síðan fjölga þess meir eftir því, eða heimilislausum sem hafi æ skerta möguleika á húsnæðisvist eða leigðri gistingu eftir því sem lokist meir og meir á vistunnar og gistimöguleika þeirra.
Ég vil bæta því við að ég hef andstyggð á stjórnvöldum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)