Óskapleg mistök að fagna fjölgun útlendinga

Hæstvirtur þingmaður, lesist þingkona í sjálfstæðisflokkinum sem talaði í eldhúsdags umræðum um lága fæðingartíðni á landinu, og fólksfjölgun vegna innflytjenda, eins og þeir væru einhver bjargvættur til að halda uppi velsæld vegna lágrar fæðingartíðni, eru óviðeigandi og óhemju fávísleg ummæli.

Því í fyrsta lagi þá má rekja lága fæðingartíðni að mestu leyti til þess ástands sem hafi hlotist af fólksfjölguninni og eru innflytjendur sem þjóðfélagið getur einfaldlega ekki borið, og skapar því óöryggi hjá fólki við að sjá fyrir afkvæmum sínum.

Í öðru lagi leiðir þessi fólksfjölgun sem er ósjálfbær, til heldur meiri vesældar heldur en velsældar.

Í þriðja lagi er ekki velsæld á landinu, því velsæld finnst oft einungis hjá fólki sem þekkir vart neitt annað nema af afspurn.

Í fjórða lagi getur ekki ríkt velsæld jafnvel þó það hefði litið út fyrir að það gerði það, af því velsæld í þjóðfélögum eins og Íslandi er venjulega drifin áfram með lánum, og það byggir einungis undir falska og brothætta velsæld.

Þannig að ef það væri eitthvað sem mætti kalla velsæld á landinu þá væri hún drifin áfram af rányrkju á innflytjendum í þágu minnihlutans á landinu.


mbl.is „Kannski þurfi þjóðarátak í barnsfæðingum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband