Ofsögur af Jesú

Það sem er vitað um Jesú, eða það sem var allavega skráð niður um Jesú, og kemur fram í Nýja testamentinu, er í rauninni ekki nógu mikið til að það geti verið mönnum hollt að gerður sé úr því sérstakur lærdómur. Því þá er hætta á því að gert verði of mikið úr frásögnunum af Jesú og þær jafnvel túlkaðar fram úr öllu hófi svo þær hreinlega misfarist.

Svo eru þessar oft oftúlkuðu og mistúlkuðu frásagnir haldið að börnum og jafnvel með þeim hætti að frásögnin breytist enn meir.

Það er því vafasamt að Jesú hafi með þessu verið almennt gerður að einhverju allt öðru en efni standa í rauninni til.

Ég sjálfur gæti eins oftúlkað ýmsar frásagnir um hann og kallað Jesú fyllibyttu og jafnvel fylliraft og ólátabelg og grimdarsegg mikinn.


mbl.is Undarleg þögn um Jesúm Krist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Örn Ragnarsson

Jesús sagði:

15 Hver sem eyru hefur hann heyri.

16 Við hvað á ég að líkja þessari kynslóð? Lík er hún börnum sem á torgum sitja og kallast á: 17 Vér lékum fyrir yður á flautu og ekki vilduð þér dansa. Vér sungum yður sorgarljóð og ekki vilduð þér syrgja.

18 Jóhannes kom, át hvorki né drakk, og menn segja: Hann hefur illan anda.

19 Mannssonurinn kom, át og drakk, og menn segja: Hann er mathákur og vínsvelgur, vinur tollheimtumanna og bersyndugra!

En spekin sannast af verkum sínum.“  (Matt.11.

Guðmundur Örn Ragnarsson, 6.8.2023 kl. 14:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband