Villimannlegt þjóðfélag og velferð skepnanna

Mér finnst að yfirvöldum beri skylda til að gera miklu betur við fólk sem stendur höllum fæti í samfélaginu af því það ætti í rauninni að vera á ábyrgð yfirvalda að sporna gegn því að það gerist svo unnt sé eiga við það nógu tímanlega þannig að það verði meira viðráðanlegra og því fylgi lægri kostnaður.

En þessum stofnunum hefur mistekist í þessu hlutverki sínu og þurfa því að leggja miklu meir á sig við að leysa úr vandamálum sem hafa orðið illmöguleg að fá leyst úr eftir að þau hafa náð að grafa um sig. Og þá geta ráð þeirra verið í skötulíki og hjálpað í raun fæstum.

Að þessum yfirvöldum hafi mistekist í því sem ætla mætti að væri þeirra hlutverk, má rekja til fjölmargra þátta, en veigamestu þættirnir eru eftirfarandi:

Samfélögin lúta villimannlegum lögmálum

Samfélög mannanna eru villimannleg og lúta villimannlegum lögmálum. Þannig eru samfélögin síður viljugri til að gæta að sinni eigin langtíma velferð og virðast gæta meir að skammtíma hagsmunum sínum.

En þetta er misjafnt meðal samfélaganna, en flest þeirra eins og Ísland hafa verið að feta þá braut að huga að langtíma hag samfélagsins og á því sviði hafa orðið mjög miklar framfarir en eru þó hvergi nægilega miklar eða langt komnar.

Þarfir og velferð einstaklinganna skipta ekki neinu máli í slíkum samfélögum, en á því hafa þó orðið umtalsverðar breytingar til hins betra í mörgum þeirra, eins og á Íslandi, en þessi þróun er samt skammt á veg komin.

Þetta þýðir að bæði langtíma og eins skammtíma velferð einstaklingsins skipti ennþá mjög litlu máli, og það er einmitt vegna þess að samfélögin lúti ennþá villimannlegum lögmálum. Þau hafa hvorki getu né vilja til að sinna einstaklingsmiðaðri velferð eða þörfum einstaklinga.

Villimannleg nýting auðlinda og stjórnun þeirra

Skýringa á getuleysi og ekki einungis viljaleysi samfélaganna þegar kemur að einstaklingsmiðaðri velferð eða þörfum einstaklinga má leita í villimannlegri nýtingu samfélaganna á auðlindum sínum og stjórnun þeirra. Því það gerir samfélögin óskilvirk og óreiðukennd fyrir vikið svo miklar auðlindir af margvíslegum toga fari til spillis.

Þetta eru einna helst náttúrulegar auðlindir og fjármagn, og enn og aftur manneskjur, og tala nú ekki um einstaklingar, sem lúta villimannlegum lögmálum ennþá daginn í dag í þjóðfélögum eins og á Íslandi, og þá verða velferðarmál höfð til aukreitis eða illa viðhöfð í ofanálag vegna villimannlegrar stjórnunnar sem viðgengst á öllum sviðum þjóðfélagsins.

Mislukkað samfélag elur af sér mislukkaða borgara

Og þá vík ég aftur að því sem erindi þetta byrjaði á og var það að yfirvöldum beri skylda til að gera miklu betur við fólk sem standi höllum fæti í samfélaginu, og það er að því að þetta eru nær oftast, eða reyndar í öllum tilvikum fórnarlömb þessara villimannlegu samfélaga eins og Íslands sem ekki einungis brauðfæða slíka eins og villimenn, heldur og beinlínis ala villimenn og láta ræktun slíkra viðgangast, og því ber samfélagið ákveðna ábyrgð á því að þetta hafi gerst og fengið að viðgangast.

Það sem þetta felur í sér, er að það þurfi að horfa slíkum augum á vandann. Og þá þýðir það að einstaklingar sem standi mest höllum fæti í samfélaginu og gætu verið álitnir mislukkaðir borgarar, er í raun afleiðing af mislukkuðu samfélagi, eða einfaldlega villimannlegu samfélagi frekar en að vera einfaldlega mislukkaðir borgarar. Og þetta ætti að hafa að leiðarljósi meðan samfélög eins og það íslenska er að hefja sig upp úr villimennskunni, af því þetta væri þörf og lærdómsrík ábending sem gæti flýtt ferlinu.

Samruni á margvíslegum sviðum þjóðfélaganna og fylgifiskur þess

Og við þetta bætist síðan enn þarfari ábending, og hún er sú að mennirnir og samfélag þeirra eru ekki eins sjálfbjarga og áður, því aðstæður þeirra hafa stórbreyst á undanförnum áratugum með þeim hætti að hvorki þeir né samfélag þeirra ráði nokkuð þar um, og þá þýðir lítið að ætla mönnum að stappa í sig stálinu eins og gert hefur verið hingað til í villimannaþjóðfélögum eins og Íslandi, því mest allur heimurinn lifir núna mikla umbrota tíma þar sem samruni smærri eininga á sér stað á ekki einungis mörgum sviðum þjóðfélaganna heldur ennfremur á fjölþjóðlegu og alþjóðlegu sviði, og það leiði til þess að borgararnir búi orðið við breytt skipulag sem komi raski á þegar miklu ójafnvægi villimannlegra þjóðfélaga þeirra og valdi með því enn meira ójafnvægi í þeim.

Og þetta er það sem hefur áhrif á allt og alla, allt frá lágstétt þjóðfélaganna og upp í hástéttirnar sem allar saman þurfa að líða undan þessum breytingum í minna eða meiri mæli, nema hvað grunn nauðsynjum lágstéttarinnar og miðstéttarinnar er á meðan eins og svipt undan þeim eins og hér á Íslandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband