28.1.2023 | 00:40
Heyvagnar sem húsnæði
Varðandi mikinn húsnæðisskort, væri þá ekki ráð að fara að huga að búsetuformi sem hæfði ástandinu?
Manni kemur ýmislegt til hugar í þessum efnum, eins og því sem ég fór nýverið að velta fyrir mér og væru heyvagnar sem notaðir voru til sveita á þeim árum þegar ég var ráðin sem piltur í sveit.
Vagnarnir gátu verið af ýmsum gerðum og það hefði eflaust mátt taka þá í notkun fyrir húsnæði, jafnvel gamla úr sér gengna ryðgaða vagna sem stæðu ennþá á hlaði sveitabýla, en með einhverjum breytingum þó. Væri annaðhvort í boði að festa kaup á þeim eða leigja til langtíma eða skammtíma.
Suma þeirra var hægt að flytja sauðfé á og það hefði þá þurft lítilla breytinga við til að hýsa fólk og fjölskyldur á heimilum þeirra.
Ökutækið sem hefði dregið fyrrum heyvagninn eða sauðfévagninn hefði þurft að hafa nægilegan togkraft og sérstaklega þegar um húsvagn væri að ræða, og þá kæmi mér til hugar traktorar. Og þá gætu heimilin með heilum fjölskyldum verið toguð með traktorum eins langt um landið og færð og veður leyfði.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:30 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.