Gámaeiningar sem ein af lausnum húsnæðivandans

Það er alveg hægt að sjá fyrir sér að það verði frekari þróun á svokölluðu hagkvæmu húsnæði. En ég er samt ekki alveg viss hvort ein af svartsýnustu sviðsmyndum þess verði raunin, sem væri þó langt í frá ein af þeim allra svartsýnustu.

Sú sviðsmynd lítur þannig út að það verði farið að byggja íbúða einingar sem hægt verði að flytja í einu lagi á milli staða eins og gert er með gáma, eins og jafnvel gáma til vistarveru, nema hvað þessar einingar verði sérstaklega hannaðar til langtíma vistarveru eða gert meir ráð fyrir því við hönnun þeirra og samsetningu.

Einingarnar gætu líka verið nánast eins og venjulegir farmgámar, segjum 20 eða 40 feta og með samskonar ytri lögun og festingum og því auðvelt að byrja að flytja á milli staða.

Og þá þarf bara að finna þeim staðsetningu og hefði venjulega farið eftir vali eða samþykki lóðaeiganda. Og þá hefði einingunum verið komið fyrir mörgum saman og jafnvel staflað upp.

En hefði þetta orðið hagkvæmt húsnæði? Og hvað hefði þetta eiginlega kostað mikinn pening fyrir einstaklinga eða fjölskyldur?

Eða yrði það ekki nógu praktískur möguleiki fyrir þessa hópa að festa kaup á slíku húsnæði? En ef ekki, þá yrði það mjög líklega með tímanum, og að þetta yrði algengur máti húsnæðiskaupa almennings af því venjur sem tengdust slíku húsnæði hefðu farið að myndast meir og meir og eftir því meiri vissa, áreiðanleiki og öryggi.

Og þá hefðu jafnvel heilu gámahverfin byrjað að myndast og jafnvel gámabyggðir.

Fólk gæti jafnvel flutt gáminn sinn eitthvert annað, jafnvel til annars lands, en þá gæti það verið háð því hvernig gámurinn væri staðsettur og hversu mikið rask hefði orðið við að færa gáminn, og hefði getað orðið illmögulegt ef ekki ómögulegt. En fyrir eigendur margra samliggjandi gáma, eins og fasteigna leigufyrirtækja, þá væri þetta ekki stórt vandamál.

Með tímanum hefði reyndar orðið auðveldara fyrir flesta að flytja gáminn sinn með sér eftir því sem bættar aðferðir og aukin skilvirkni hefði orðið á samsetningu gámafjölbýlis.

Þessi sviðsmynd er alls ekki fjarri lagi og hefði í raun komið mér verulega á óvart ef þetta hefði ekki orðið raunin eftir um einn áratug.

Í rauninni ætti að byrja á þessu nú þegar þannig að hægt væri að koma upp gámaþyrpingum á miklu skemmri tíma en nýjum fjölbýlishúsum.

Leigu kostnaðurinn fyrir almenning yrði ólíklega lægri, allavega ekki umtalsvert, en það yrði ekki ólíklega miklu styttri bið eftir húsnæði.

Þegar það væri síðan nógu praktískt fyrir einstaklinga að festa kaup á gámi til búsetu, þá yrði verðið líklega um fjórðungur af því sem fasteignir af svipaðri stærð kosti. En mismunurinn gæti þó líklega orðið minni með tímanum og haldið áfram að þróast í þá átt eftir því sem gámahúsnæði yrði meir algengara.

Eins og byrjað var að nefna í fyrstu þá er þetta frekar svartsýn sviðsmynd, en þetta er þó mjög raunhæfur kostur sem verður að öllum líkindum reyndur á komandi árum.

En það mætti hugsa sér svartsýnni sviðsmyndir í húsnæðismálum sem væru jafnvel varla síðri sem raunhæfur kostur, allavega miðað við húsnæðisvandann, og væri ein af þeim tjaldbúðir, og er jafnvel enn raunhæfari kostur en gámafjölbýli, af því tjaldbúðunum yrði hægt að slá upp á miklu skemmri tíma, og hefði í rauninni átt að vera búið að gera strax.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband