31.8.2023 | 13:54
Yndisfögur sálarskvísan
Það yrði dálítið viðkvæmt að fara til sálgreinis til að greina í manni sálina og finna út hvaða sál maður hefði að geyma. Skoða í manni nýrun og lifrina og magaflóruna, ef þá ekki endaþarmflóruna líka.
En einhverja sál hlýt ég nú að hafa, og er hún eflaust nógu hrein og fín, en það er þó best að halda sálinni fyrir sjálfan mig.
En það ætti að vera hægt að sjá sálar áruna og fegurstu litbrigði hennar bera fyrir, knúna beint úr iðrum sálar og sjá þar nokkuð ljós svart og nokkuð ljós brúnt leika þar um innan um þyngri og dekkri liti.
Svo hefði maður mælt beint frá sínum dýpstu lambahjörtu rótum frá því um kvöldmatarleytið deginum áður og hefði þá fallið himneskt ský með frískum andvara yfir alla hjörðina.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.