Hinn eini sanni guð veit mjög líklega ekki af mönnunum

Fyrir mér er guð varla til, er ekki til staðar neinsstaðar. Neinsstaðar þýðir þó ekki endilega að guð gæti ekki verið til, heldur sé einfaldlega allavega ekki til staðar, og væri þetta líka guði ómögulegt, væri í raun andstætt eðli slíkrar veru að vera til staðar í sköpuninni með einum eða öðrum hætti.

Þess vegna geng ég út frá því að guð sé ekki að verki neinsstaðar þar sem hægt væri að vita af honum og hægt að læra að þekkja hann. Enginn getur því gert sér grein fyrir eða þekkt guð því það væri einungis fálm eitt.

Það má því afskrifa með öllu allar þær hugmyndir eða nær allar sem fyrirfinnast um guð hinn eina.

Afmyndir Guðs

Það er meira líklegra að veruleikinn sé komin meir eða minna undir einhverskonar öngum eða afmyndum af guði heldur en hinum eina og sanna guði ef hann væri þá í rauninni til.

En þetta væru ekki hreinar afmyndir og varla ekki einu sinni afmyndir, heldur fremur angar, en ég mun samt kalla þetta oftast afmyndir í erindi þessu þó það sé ekki rétt.

Það getur verið að afmyndirnar eigi sjálfar afmyndir af sér sjálfri, og koll af kolli, og anga sem nái inn í okkar veruleika.

Og þá væri afmyndunin orðin nokkuð mikil og afmyndirnar þynnst enn meir út. Og þetta getur útskýrt ákveðinn veruleika. Það eru ákveðnir ferlar í gangi í veruleika okkar eða í alheiminum sem eru tilkomnir vegna þessara útþynntu afmynda en ekki hins eina sanna guðs.

Gömlu (g)óðu guðirnir

Þarna geta líka gömlu “góðu” vel þekktu guðirnir komið inn í myndina, eða afmyndina. En þetta eru eiginlega hugmyndir fólks um guð frekar en að vera guðirnir sjálfir eins og þeir væru, því hugmyndirnar eru mjög ófullkomnar og nánast alrangar, en veruleiki afmyndanna, eða afmynda afmyndanna sem hugmyndirnar byggðust á samt til staðar.

Flest af helstu trúarbrögðum heims hverfast síðan um þessar afmyndir guðs í stað hins eina sanna guðs, ef hann væri þá til. Og mest allar kennisetningar þeirra byggja á vonum og væntingum forn og miðalda kúlturs manna sem tignaði afmyndir guðs.

Guðshugmyndir þeirra eru því að mestu leyti tilbúningur sem eiga jafnvel lítið sem ekkert við um afmyndir guðs, því þetta eru fornar og ýktar hugmyndir sem voru færðar í búning til að svala þörfum og þrám fornmanna, og á því máli sem tíðkaðist í menningu þeirra.

Merkingar einar

Og enn í dag er þessi forna arfleifð haldið uppi í samfélagi eins og því íslenska sem ætti í rauninni að vera komin yfir þessa arfleifð. Að hafa hafið sig upp úr þessum hugmyndum fornaldar hugsunnarháttar sem gaf hlutum merkingu sem eiga ekki lengur við, því þeir gætu vísað á hluti sem eiga sér aðra merkingu í dag ef einhver væri.

Erkiengill á til að mynda ekki lengur við, og armleggur guðs síður, og er bæði tvennt orðtök og merkingar fornaldar yfir hluti sem voru meira raunverulegri á þeim tímum heldur en þeir geta verið í dag.

Armleggur guðs hafði með öðrum orðum bæði merkingu fyrir fornmönnum og eins vísaði það á ákveðinn raunveruleika fyrir þeim, en ætti að vera síður raunverulegri í dag af því hlutunum ætti að vera gefin önnur og hæfari merking í dag.

Flestir trúaðir og andlega sinnaðir halda hinsvegar ennþá að þó nokkru leyti í þessar merkingar, og fyrir sumum þeirra væri þetta ennþá raunverulegt.

Og þarna koma gallar trúarlegrar iðkunnar í dag í ljós, því merkingar þeirra eiga oftast ekki við um raunveruleikann.

Væntingar manna til guðs missa marks

Meginþráðurinn í trúarlegri iðkun byggist oft að meginhluta á tilfinningum, oft reyndar uppbyggilegum og heiðarlegum, en þegar vonir og væntingar trúarlegrar iðkunnar eru færðar yfir á guð, þá missir það marks, nema þó fyrir mönnunum, því hjá guði, þá fær það ekki neinar viðtökur, því það er engin guð sem veitir slíku viðtöku, guð heyrir hvorki né sér það, hvort sem guð væri til eða ekki. En hugsanlega gætu þó einhverjar útþynntar afmyndir afmynda afmynda afmynda guðs gert það, það að vita af þeim.

En afmyndirnar bregðast samt ekki við. En það er þó hugsanlegt að ákveðnir kraftar sem stafi frá þeim gætu mætt þessu með einhverjum hætti og meðhöndlað eftir því.

Guð er engin verndari og eigi heldur hans afmyndir 

Semsagt þá taka ekki einu sinni guðirnir eða afmyndir afmynda þeirra þátt í lífi mannanna með einhverjum hætti, en kraftar þeirra og lögmál eru samt að verki og ná inn að okkar veruleika.

Guð er semsagt engin verndari, og tekur engann þátt í lífi og tilveru mannanna, né mannkyns eða jarðar. Hann skóp heldur ekki heiminn né mennina né nokkuð annað á jörðu. Jörðin og allt sem er á henni skiptir því engu máli fyrir guði.

Ekki einu sinni afmyndir guðs gera kröfur til mannanna

Guð gerir því engar kröfur til mannanna né afmyndir hans. Það eru hinsvegar mennirnir sjálfir sem hafa gert kröfur til sjálfs sín.

En afmyndir afmynda afmynda afmynda guðs gætu hinsvegar mjög líklega hafa komið því til leiðar, af því útþynntu afmyndirnar hafa stundum þjónað því hlutverki að vera uppalendur viti borinna tegunda og samfélaga þeirra, að vera eins og barnfóstrur við vöggur mannanna, og þá hafa það oft verið kraftar þeirra, eða næstum afmyndir afmynda kraftanna sem hafa ruggað vögunni til og frá og sungið brjóstmylkingunum vögguljóð.

Þetta er semsagt ekki verk guðs, að rugga mönnunum í vöggu þeirra og kenna þeim mannasiði, heldur verk niðursneyddra og útþynntra krafta afmynda guðs.

Mennirnir eiga því að fara vakna upp og leggja af þennan barnaskap, og taka af sér ungbarna svuntuna og fleygja frá sér pelanum.

Og þegar það gerist, þá munu afmyndir guðs rakna hægt og bítandi upp fyrir mönnunum og afmyndum guðs fækka fyrir þeim. Og þá verður engin afmynd lengur sem ruggar vöggu þeirra til og frá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Engu að síður, við vitum ekki hvort guðir eða guð kom fyrst. Kannski er þetta hreinlega eins og þróunarkenning Darwins, ef alheimurinn er mjög gamall, þá gætu þar hafa þróazt mannkyn sem fengu ofurkrafta með tækni og andlegri fullkomnun, sem síðar sköpuðu önnur mannkyn. Við erum of föst í hugmyndinni um einn guð. Kannski komu margir guðir á undan einum guði - ekki bara í menningarsögunni heldur alheiminum. Trúin getur verið jákvæð og styrkt fólk, sérstaklega ef maður er gagnrýninn og hafnar sumu. 

Ingólfur Sigurðsson, 22.6.2023 kl. 02:01

2 Smámynd: Skuggfari

Þetta er alveg ágætt hjá þér Ingólfur og áhugaverðar hugmyndir.

Það leynir sér ekki í skrifum mínum hér að ég er í neikvæðum gír þegar komi að trúarbrögðum og það er oft mjög sanngjörn ástæða fyrir því, eflaust ekki góð samt, en sanngjörn engu að síður og ætti að vera skiljanleg.

Nú fjallaði þetta hjá mér um trúna á hinn eina guð sem ég tel að sé einfaldlega ekki til staðar en gæti samt verið til.

Ég fór að hallast að því það væru allt önnur öfl að verki, jafnvel í sköpun allri, einhverskonar guðir. Meðan hinn sanni guð stæði utan við sköpunina og væri í rauninni með allt annað í gangi en þeir og hefði allt annan tilgang.

En eins og gefur að skilja þá get ég ekkert vitað neitt þegar kemur að þessu.

Skuggfari, 22.6.2023 kl. 20:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband