16.6.2023 | 20:21
Þjóðhátíð íslendinga framundan og arkið því út í skrúð og blæstri
Þetta er nú búinn að vera meiri dagurinn. Búinn að vera með dálitla flösu sem fellur niður framan á jakkann, og ætli maður verði þá ekki að fara taka á sig smekkinn enn eina ferðina ef maður ætlar að halda áfram grufli sínu yfir gengi liðsmanna sinna í dag.
Þetta er annars búinn að vera góður dagur, og ekki er það nú verra að 17. Júní er á morgunn, en þá fögnum við íslendingar þjóðhátíð okkar, ef einhverjir skyldu hafa gleymt því, en slíka merkisdaga vill fólk oft gleyma í allri við blasandi velsæld þjóðarinnar, og annarra landsmanna.
Þarf að sýna deginum meiri virðingu og gera úr honum eitthvað skemmtilegt til hátíðabrigða, eins og að klæða sig upp og fara í skrúðgöngu og er það nú bara algjör skylda hvers íslendings.
Góða veðrið verður eflaust eins og venjulega í höfuðstað landsins en aldrei að vita hversu mikið sólskin verði, en þá mætti alveg vona það besta og hugsa jákvætt í von um meiri sól.
En í tilefni þjóðhátíðarinnar þá mætti staldra lítillega við og hugsa okkar gang, þjóðarinnar, og er þetta mikilvægt og allt að heilagt moment, hvað við séum heppin að eiga svo farsælt samfélag þar sem hlutirnir ganga svo vel að þjóðirnar líti hingað upp til norðurs af hrifningu, og í þeirri von að geta fengið hlutdeild í farsæld okkar.
Við eigum að opna faðm okkar og sýna fram á það sem þjóðin stendur fyrir og er heiðskír og blankur himinn, sektarlaus sál og blóð inn að beini.
Manni vöknar alveg um augun af tilhugsuninni, því vitund þessi sker alveg í sálu manns og ber mann nær ofurliði.
Ísland er friðelskandi þjóð, herlaus og vanmáttug eins og lamb, en fjörleg þó og ærslafengin þegar tímamótum skal fagnað og flugeldum skotið á loft.
Þetta getur þjóðin og meira til ef svo ber undir, eins og úlfur í sauðargæru væri, já heilu farmana um himin bláa, já flugeldum skal sko skotið upp fyrir hæstbjóðanda.
Ísland skal sko verða tekin á beinið, ærslakollurinn minn, snoða skal þig því og rýja inn að skinni viðurstygðin þín.
Skammastu þín svo og far þú út að leika á ný með kjamma þína eina og önnur bein þar til mein þín verði heil og bein.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Íslendingar eru varla friðelskandi þjóð öllu lengur.
Ef einhver þjóð elskar friðinn, ætti hún ekki að flytja endalaust inn fólk sem veit ekkert um frið.
Loncexter, 17.6.2023 kl. 20:49
Ég er ekki viss um að þjóðin hafi nokkuð verið friðelskandi sem slík þó ég hafi sagt það hér.
Ég gerði það einungis af því þjóðin hefur almennt verið álitin vera friðsöm. En þó það sé ekki sjálfsagt að vefengja það þá er allavega sanngjarnt að gera athugasemdir við það.
Ég var því að gera út á það að hún eigi að vera friðsöm þegar ég sagði að hún væri friðelskandi þegar hún hafi í rauninni ekki verið friðelskandi. Friðsöm eflaust en ekki friðelskandi.
Það er mjög margt sem hefur ráðið friðsemd hennar. Til að mynda hvernig landið liggi, yfirráð annarra ríkja yfir landinu, hvernig lýðnum var stjórnað áður fyrr eins og með því að halda honum uppteknum, almenn fátækt og áhrif kristindóms yfir landinu.
En mér finnst vanta hjá þjóðinni almennilega friðsemd til að hún geti kallast friðelskandi.
Hún grípur að vísu ekki til ofbeldis gegn yfirvöldum, sem er nokkuð sem mér finnst vera mistök hjá þjóðinni. Ég hef verið að velta fyrir mér hvort þetta sé vegna þess hvernig lýðnum hafi verið stjórnað af nýlenduherrunum, eða hvort þetta sé vegna friðsemdar hennar.
Svo skýtur skökku við þegar stjórnvöld landsins taka þátt í vopnaflutningum til Úkraínu, því þá er eitthvað að sem þarf að athuga betur og helst að taka fyrir af því tilefnið er verulega vafasamt og þetta gef ég til kynna í færslunni.
Það sem þú nefnir að vera flytja inn fólk sem viti ekkert um frið, þá veit ég ekki alveg hvað þú eigir við.
Ég vil síðan taka það fram að ég sjálfur er ekki friðsamur og hvað þá friðelskandi maður.
En ég vil að rétt skuli vera rétt, að þjóð sem er almennt álitin vera friðsöm, þurfi að standa fyrir því, og þessvegna skrifaði það sem ég skrifaði af því mér blöskri það sem er ekki næg innistæða fyrir hjá allavega þeim sem lýðurinn lætur stjórna sér.
Skuggfari, 17.6.2023 kl. 22:54
Til að friður haldist í landi, þarf fólk að byggja á kenningum mesta friðarpostula fyrr og síðar.
Sérstaklega fólkið sem stjórnar landinu.
Í Biblíunni má finna margt sem hefði átt að kenna stjórnmálamönnum á íslandi. Ástandið á íslandi væri vægast sagt frábært, ef ráðamenn þjóðarinnar hefðu reynt að læra eitthvað af konungum ísraels.
Ef fólk lærir ekkert af sögunni, er hún dæmd til að endurtaka sig. Synir Samúels hundsuðu guðrækni föður síns, og hvað tekur þá við ?
Stjórnmálamenn hafa hundsað orð Guðs um langt skeið, og hvað gerist þá ?
1. Er Samúel var orðinn gamall, setti hann sonu sína dómara yfir Ísrael. 2. Frumgetinn sonur hans hét Jóel, en annar sonur hans Abía. Þeir dæmdu í Beerseba. 3. En synir hans fetuðu ekki í fótspor hans, heldur hneigðust þeir til ágirndar og þágu mútur og hölluðu réttinum.
Eina leiðin til að sjá aftur í landi voru, frið, sanngirni og réttlæti er að fara og leita upplýsinga í orði Guðs, en ekki hjá fólki með háskólagráður.
Loncexter, 18.6.2023 kl. 13:04
Geng út frá því að friðarpostullinn sem þú nefnir sé Jesú, en ég stórefast um að kenningar hans sé skynsamur grundvöllur til að byggja á svo friður ríki á landinu.
Ég held að best sé að sleppa því alveg af því boðskapurinn hans á ekki lengur við, auk þess sem sérstök eftirfylgdni við boðskap hans væri í raun andlega óheiðarleg.
Samfélög þar sem kristindómur hefur verið við lýði hafa sýnt fram á það að kristindómur er rotin inn að beini og samfélög þeirra líka.
Enn verra er það þegar raunverulega kristið fólk er við stjórn, því þá er það andlega óheiðarlegt og falskt.
Skuggfari, 18.6.2023 kl. 21:39
Fólk hafnaði Jesú fyrir 2000 árum, og þá helst gyðingar.
Hafa kenningar þeirra og viska skilað einhverju síðustu 2000 ár ?
Íslenskir stjórnmálamenn hafa ekki stuðst eitt eða neitt við Kristin gildi í áratugi.
Og hver er árangurinn af ,,non christian" control íslenskra ráðamanna ?
Svar; Zeró !
Gamann væri að þú sýndir einhverjar heimildir um lönd sem stjórna með kristni sem er rotin inn að beini. Ath. kaþólska er ekki kristni, og hefur aldrei verið. Þeir trúa á Marí Mey.
Loncexter, 18.6.2023 kl. 21:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.