20.5.2023 | 23:56
Niðurdrepandi umhverfisverndarsjónarmið
Kom niður á frétt á veffréttamiðli RÚV um daginn um mosastæður nokkrar sem höfðu verið færðar að Hörpu að mér skilst í tilefni leiðtogafundars Evrópuráðsins. Það sem vakti enn meir athygli mína við lestur fréttarinnar var eftirfarandi:
Engum mosa úr náttúru Íslands var fórnað í mosastæðurnar sem skreyttu ganga og svið Hörpu, heldur var hann ræktaður í gróðurhúsum.
Mosinn úr Hörpu verður áfram þar
Þó maður hafi hneykslast á þessu við lestur fréttarinnar og ætlað að grípa strax til pennans, þá fannst mér við nánari umhugsun meira við hæfi að koma með smá hugleiðingu við tilefnið frekar en hvöss orð, því mér fannst að það ætti það meir skilið.
Það sem mér er efst í huga við tilefnið og er meginmálið í þessum hugleiðingum, er það að umhverfisverndarstefna þjóðfélaga eins og Íslands sé arfavitlaus, og hún sé það fyrir margra hluta sakir, en einna helst fyrir það að hafa seinkað eðlilegum vexti og framrás þessara þjóðfélaga, og það komi í ofanálag við það að þau hafi lagt niður að mestu leyti verðmæta skapandi framleiðslu sína og það hafi átt mikinn þátt í því að grafa undan sjálfbærni þeirra.
Svo koma fleiri mikilvæg atriði við þessa umhverfisverndarstefnu sem eru þessum þjóðfélögum síst til framdráttar, og það er þegar stefnan hafi ekki einungis seinkað eðlilegum vexti þeirra og framrás, heldur líka þegar önnur þjóðfélög eru þeim langt í frá samstíga og halda dampi sínum á meðan og jafnvel auki á hann, enda eru þau mörg hver orðin að framleiðslusvæðum þessara þjóðfélaga þar sem umhverfisverndarstefnan fari um tröllríðandi. Framleiðslulöndin fá semsagt með þessu nær óhindrað að maka krókinn og það í tvennum skilningi, meðan hin, umhverfisverndar veimiltíturnar og væluskjóður eins og Ísland hrekjist meir og meir eða hríslist út í móa.
Umhverfisverndarstefnan hefur líka gengið út í aðrar öfgar með þeim hætti að þjóðfélögin verði eins og undirgefin náttúrunni, og umhverfisverndarsjónarmið taki með því af þeim völdin og færi yfir á umhverfi þeirra þess í stað. En þetta á að vera vaxta vettvangur mannanna sem þeim er eins og orðið ætlað að dýrka af lotningu í stað vits og handarmáttars.
Náttúran getur síðan verið miskunnarlaus við sitt eigið. Mosinn jafnvel orðið eldi að bráð, meðan mennirnir fyllist sektarkend við að færa mosa til og nota sem skraut. Og þá er þetta farið að verða að trúarbrögðum. En þetta verður allt hvort sem er eldi að bráð og því er best að dýrka náttúruna með viti meðan tími gefst.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:57 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.