12.5.2023 | 17:36
Flóttamannabúðir væri réttnefni og ætti að vera eina úrræðið fyrir móttöku flóttamanna
Manni kemur til hugar að það sé greinilega verið að reyna að forðast að kalla hlutina sínu rétta nafni, og er eflaust gert til að draga úr óæskilegum tengingum sem loða við heitið flóttamannabúðir, og því sé notað orðið Skjólgarðar. En það fer einhvern heldur ekki vel og hljómar því eins og þetta væri tilbúið skjól fyrir húsdýr. Og hvort væri þá meira við hæfi, heitið flóttamannabúðir eða skjólgarðar?
Flóttamannabúðir er í rauninni réttnefni og slíkt fyrirkomulag ætti að vera eina úrræðið við móttöku flóttamanna í öllum þjóðfélögum í heiminum í stað þess að dreifa þeim á búsetuúrræði eins og íbúðir, herbergi eða byggingar á fjölmörgum stöðum sem hafa verið gerðar búsetuhæfar en hefðu annars ekki verið lengur nýttar.
Þegar síðarnefnda fyrirkomulagið er notað, og er núverandi fyrirkomulag, þá er það mjög hallærislegt, og sýnir fram á úrræðaleysi þegar kemur að móttöku flóttamanna, og ennfremur einfeldnislega og reynslulitla tilburði yfirvalda í þessum efnum.
Til að bæta gráu ofan á svart þá leggst á samfélagið álag sem það getur ekki borið og á ekki að þurfa að bera, en það íslenska, eða íbúum landsins hefur samt verið gert að bera með óskaplegum vandamálum í kjölfarið sem eru ekkert nema félagslegar hamfarir, og það einungis vegna einfeldnislegra tilburða yfirvalda við að taka á móti flóttafólki sem í ofanálag eiga ekki skilið slíkar móttökur af hvorki þjóðinni né öðrum íbúum landsins.
Gera þarf því það sem er það eina rétta og koma flóttafólki fyrir í FLÓTTAMANNABÚÐUM sem ættu að vera TJALDBÚÐIR en GÁMAEININGAR fyrir flóttafólk sem hefur sannarlega fengið slíka stöðu og meðan verið er að fylgja þeim eftir.
Ekkert annað en flóttamannabúðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.