18.3.2023 | 02:36
Tímabundnar lausnir fyrir húsnæðislausa
Það vantar hentugar tímabundnar lausnir fyrir húsnæðislausa á landinu og þetta þyrfti nauðsynlega að laga sem allra fyrst því þessi vandi er ekki einungis mannskemmandi heldur hefur hann ennfremur færst í aukinn vöxt á landinu undanfarna áratugi og sérstaklega á síðustu árum fylgjandi breyttum þjóðfélagsskilyrðum sem hafa ýtt undir slíkan vanda.
Þessar neðangreindu tímabundnu lausnir gætu virkað kjánalegar og ópraktískar, en það sem skiptir máli er að finna hentugar tímabundnar lausnir á húsnæðisleysi sem gætu virkað fyrir sem flesta sem eiga við slíkan vanda að etja.
Það sem er að sjálfsögðu æskilegast er að vandi húsnæðislaus fólks sé í slíkum farvegi að á því sé fundin lausn sem væri uppbyggileg og sem mest varanleg. En meðan það er í undirbúningi eða að undirbúningur slíkra lausna væri ennþá ekki til staðar, þá mætti bjóða upp á tímabundnar lausnir og verða nokkrar af þeim sem mér kemur til hugar tilgreindar hér fyrir neðan.
Tímabundnar lausnir:
- Hylkja gistirými
- Internet kaffi hús
- Kvikmyndaherbergi
Hylkja gistirými
húsnæðislausir gætu leigt hylki eða fengið gistingu á hylkjahóteli til að sofa einungis í eða hvíla sig. Hylkin gætu verið staflanleg og ættu að vera auðveld að skríða inn í frekar enn að klifra upp í þau eða niður úr.
Internet kaffi hús
Yrði opið helst allann sólarhringinn með afmörkuðu notanda rými þar sem notandinn ætti að geta verið í allavega nokkra klukkutíma í einu, en helst marga.
Kvikmyndaherbergi
Hef aldrei heyrt um þetta áður, en datt þessi möguleiki í hug þar sem hægt væri að leigja sérstök lítil herbergi með afþreyinga aðstöðu til að horfa á kvikmyndir eða sjónvarp.
Aðrar tímabundnar lausnir:
Þessar neðangreindu lausnir eru vandmeðfarnar og óraunhæfar í tilviki húsnæðislausra en væri vert að nýta.
- Dvalahamur (húsnæðislaust fólk sett í dá)
- Dánar aðstoð
Þessar tvær lausnir eru bundnar mikilvægu siðferðilegu álitamáli sem gerir þær nær því óraunhæfar. Álitamálið snýst um það að meðan húsnæðislausu fólki væri gefin auðveldur og mannsæmandi möguleiki á að gera hlé á tilvist sinni, eða ljúka henni alfarið, þá yrðu fjárhagslegar skuldbindingar þeirra þar með óuppfylltar tímabundið eða varanlega allt eftir þeirri útgönguleið sem yrði fyrir valinu, og býður þetta síður upp á sama liðleika og eftirgefni sem fylgt gæti dánaraðstoð vegna sjúkleika.
Því verður þó ekki neitað að meðan ein af grunnþörfum fólks er ekki mögulegt að mæta, þá er lífsgrundvöllur einstaklingsins það mikið skertur að það ætti að vera fullkomlega löglegt fyrir einstaklinginn að skilja eftir sig fjárhagslegu skuldbindingar sínar af ráðnum hug.
Ríkið ætti þá að standa straum af kostnaði sem fylgir þessum tveimur lausnum fyrst húsnæðisleysið hafi átt sér stað og ríkið hafi ekki haft nein úrræði fyrir hinn húsnæðislausa heldur þvert á móti aukið á vandann.
Það verður að hafa í huga að húsnæðisleysi er oft tilkomið af óviðráðanlegum orsökum fyrir einstaklingnum meðan ríkið sjálft hafi borið ábyrgð á húsnæðisleysinu og því er það í raun ríkið sem ætti að bera kostnaðinn við tímabundna eða varanlega stöðvun lífs hins húsnæðislausa.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:41 | Facebook
Athugasemdir
Eða bara banka upp á hjá ráðherrum ríkisstjórnar og biðja um gistingu?
Aðgangur að húsnæði telst jú til grundvallarmannréttinda.
Varla vilja hæstvirtir ráðherrar brjóta mannréttindi eða hvað?
Guðmundur Ásgeirsson, 18.3.2023 kl. 15:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.