13.1.2023 | 13:42
Ýta burtu hinum afskiptalausu og fá nýtt blóð á maskínuna
Það verður að finna húsnæði fyrir flóttafólkið með öllum þeim ráðum sem í boði eru. Þaulkanna alla möguleika. Nýta öll möguleg pláss og allar lausnir.
Þetta eru bara nokkur þúsund, eins og er.
Íbúar á landinu sem glíma við húsnæðisskort á markaðnum, og eru vísast mörg þúsund og fer sí fjölgandi, eiga hinsvegar auðveldara með að nálgast lausnir, enda ætti það að vera orðið þaulreynt markaðnum svo jaðri við óþoli.
Heimilislausir hinsvegar, sem eru mörg hundruð og fer sí fjölgandi, er fólk sem hefur ekki náð að fá leyst úr sínum málum, og er að mestu leyti fólk með flóknar þarfir, sem verða einungis flóknari eftir því sem á líður,
Skal huga að þessu fólki meir en flóttafólki? Skal ekki gæta bróðurs síns, hvar sem hann er að finna, og fá lífi hans betur framgengt en ólukkufólks á landinu? Þúsundir manna á móti þúsundum. Skal upp á milli þeirra gera? Þvílíkir þjóðernisssinnar getur fólk verið.
Þessi sömu mistök gerði minn morski faðir. Flóttafólkið í Noregi hafði fengið allt upp í hendurnar frá níunda áratugnum meðan gamla fólkið var svo látið sitja á hakanum eða látið liggja í eigin saur og spýju. En svona geta þjóðfélögin orðið, og þá þarf að hreinsa upp spýjuna og sorann og auka flóruna í samfélaginu, sá nýjum gróðri og fá nýjan vöxt.
Fjölbreytileikinn er því fyrir öllu, og ryðja þarf því illgresinu í burtu, jafnvel alveg út fyrir, í ystu myrkur handan grafarbakkans, eða fjöldagrafar eftir þörfum, eða fjölda líkbrennslu.
Annars ætti ólukkufólkið að hætta að kveina og hafa í sér manndóm til að snúa niður á leið í sókn, og gera það sem menn þurfa að gera, og reisa sér bragga. Og hvar þá mætti spyrja. "En hvar þá" er orðin leiðitöm setning, betra að segja "byggjum bragga" og þá verða málin leyst með því að láta verkin tala og ekki einungis látin verða braski að bráð.
Spyrjið svo í staðinn, óreiðufólk, hvað þið getið gert fyrir stjórnvaldið, en ekki hvað stjórnvaldið geti gert fyrir ykkur.
Þið sem étið það sem úti frýs, komið því inn í hlýjuna svo þið getið tekið stakkaskiptum og þýðst. Farið því úr görmum ykkar í einsleita og reglulega stakka, og spyrjið hvað þið eigið að gjöra. En ekki þú, heldur við, "hvað eigum vér að gjöra yðar Herra" og þá munu akrarnir blómstra af samvinnu ykkar og hollustu og afraksturinn út sendur verða.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 14.1.2023 kl. 09:14 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.