29.12.2022 | 00:57
Þarf að fara að reisa neyðarbúðir á landinu
Það ætti að fara að reisa neyðarbúðir á landinu og væri það fyrst og fremst vegna ástandsins á leigumarkaðnum og vegna flóttafólks og eins líka af öðrum ástæðum sem eru í aðsigi.
Neyðarbúðirnar yrðu hafðar út fyrir byggðir og yrðu færanlegar og mættu vera margar og misstórar og geta sérhver þeirra hýst að lágmarki 500 manns og allt að nokkur þúsund þannig að þær gætu hýst til samans meir en tugþúsund manna.
Mætti flokka fólkið í sérstakar búðir eða afmörkuð svæði innan þeirra svo þörfum þeirra væri hægt að sinna nógu skilvirknislega. Fólk sem kæmist ekki á leigumarkaðinn væri haldið sér, flóttafólki haldið sér, og nýaðfluttu fólki sömuleiðis haldið sér.
Eins þyrfti að hafa hraðneyðarbúðir sem hýst gætu mörg tug þúsunda til viðbótar og yrðu reistar þegar íbúar hefðu þurft að yfirgefa húsnæði sitt vegna náttúruhamfara eða eyðileggingar af völdum hernaðars eða innrásar.
Það er í raun knýjandi þörf á þessu, allavega í tilviki ástandsins á leigumarkaðnum og eins vegna mikils aðstreymis flóttafólks til landsins sem á mjög líklega eftir að fara vaxandi á næstu árum.
Líkurnar á innrás inn í landið eða árás á það eru þó ekki miklar en það verður að gera ráð fyrir því að yfirvofandi heimsstyrjöld gæti haft óbein niðurbrjótandi áhrif á innviði landsins og byggðir manna með þeim afleiðingum að byggingar yrðu ekki lengur búsetuhæfar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:34 | Facebook
Athugasemdir
Það hefur nú mikið verið bölsótast út í Útlendingastofnun fyrir seinagang
Samkvæmt þessari frétt þá geta þessi mál tekið 12 ár í Svíþjóð
12-åriga Duaa har bott i Gällivare hela livet – nu ska flickan utvisas till Pakistan | SVT Nyheter
Grímur Kjartansson, 29.12.2022 kl. 19:57
Það er á ábyrgð yfirvalda að greiða úr þesskonar málum eins og sænska fréttin ber með sér, en ég ætla sjálfur ekki að tjá mig um það.
Í þessari færslu minni er hinsvegar gengið út frá því að aðstreymi flóttafólks til Íslands hafi stóraukist svo mikið að það þurfi að færa það í gegnum neyðarúrræði vegna of mikils álags á húsnæðismarkaðinn sem annar engan veginn húsnæðisþörf stórs hluta íbúanna á allavega höfuðborgarsvæðinu.
Mér finnst því að það þurfi að gera það sem er rétt og beita því neyðarúrræðum og láta því flóttafólk ekki njóta meiri forgangs í húsnæðismálum en mörg þúsundir íbúar landsins sem eru í mismikilli neyð hvað það varðar.
En þetta er reyndar mjög flókið mál. Flóttafólkið getur oft vel haft efni á því að finna sér sjálft húsnæði og greiða sjálft fyrir það og verið mjög duglegt og verið jafnvel þannig miklu gegn þjóðfélagsþegn en margur íbúinn sem glímir við skort á húsnæði vegna stóraukinnar eftirspurnar.
En ef aðgengi að húsnæði við slíkar aðstæður er látist ráðast af dugnaði flóttafólks eða forgangi þeirra, þá eru það svik við þjóðina eða aðra íbúa landsins sem eru oft jafnvel fórnarlömb skemmds þjóðfélags eins og þess íslenska.
Þessvegna finnst mér að það þurfi að slá upp fjölmennum neyðarbúðum fyrir húsnæðislausa og flóttafólks. En þetta er reyndar framtíðin að því báðir hóparnir munu stórfjölga á næstu árum og jafnvel lengra fram í tímann og þá þarf að gera það eina rétta og slá upp neyðarbúðum.
Skuggfari, 29.12.2022 kl. 21:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.